Ríkisstjórnin er að undirbúa stafrænt tímahylki sem verður grafið á Þingvöllum. Ykkur hefur verið falið það hlutverk að reiða fram íslenskt mállíkan sem verður skrifað á gullplötu og geymt í tímahylkinu. Þetta mállíkan á að geyma eins mikla íslenska málþekkingu og hægt er svo hún geti verið endurheimt síðar ef framtíðin fer á versta veg. Hins vegar er sá hængur á að gullplatan rúmar aðeins eitt megabæti. Þið verðið að safna textagögnum og kenna litlu líkani eins mikla almenna málþekkingu og þið getið. Líkanið verður síðan metið á leynigögnum úr Risamálheildinni til að kanna íslenskugetu þess. Framtíð íslenskunnar er í ykkar höndum!
Bits-per-Byte með vigtun sem fylgir vísisvexti, hægt að sjá á GitHub
Grunnlíkan er unigram sem fær 5 bpb
Hér eru tímamörk ekki aðal atriði en þarf að skila svari á sæmilegum tíma
Vinsamlegast skráðu þig inn til að skila lausnum
Skrá inn