Keppni

Gervigreindarkeppni Íslands er opin öllum sem hafa áhuga á gervigreind og ekki er krafist sérþekkingar á sviðinu til að taka þátt. Þetta er frábært tækifæri til að læra meira um möguleika tækninnar.

Keppnisverkefni

Máltækni

Gullplatan á Þingvöllum (BabyLM)

Ríkisstjórnin er að undirbúa stafrænt tímahylki sem verður grafið á Þingvöllum. Ykkur hefur verið falið það hlutverk að reiða fram íslenskt mállíkan sem verður skrifað á gullplötu og geymt í tímahylkinu. Þetta mállíkan á að geyma eins mikla íslenska málþekkingu og hægt er svo hún geti verið endurheimt síðar ef framtíðin fer á versta veg. Hins vegar er sá hængur á að gullplatan rúmar aðeins eitt megabæti. Þið verðið að safna textagögnum og kenna litlu líkani eins mikla almenna málþekkingu og þið getið. Líkanið verður síðan metið á leynigögnum úr Risamálheildinni til að kanna íslenskugetu þess. Framtíð íslenskunnar er í ykkar höndum!

Skoða verkefni

Myndgreining

Vistgerðaflokkun

Ísland býr yfir einstakri náttúru sem hægt er að flokka í margvíslegar vistgerðir eftir gróðri og dýralífi. Þetta verkefni snýst um að nýta gervihnattamyndir og landmælingagögn til þess að bera kennsl á þessi fjölbreyttu svæði sjálfvirkt. Með því að flokka landslagið með þessum hætti getum við betur fylgst með breytingum á náttúrunni og stuðlað að markvissari verndun hennar. Þetta er spennandi áskorun þar sem nýjasta tækni mætir íslenskri náttúrufræði í þeim tilgangi að kortleggja dýrmætar auðlindir landsins.

Skoða verkefni

Tímaraðagreining

Spá fyrir heitavatni

Reykjavík hitar byggingar sínar með jarðvarma heitavatni. Dreifikerfið er með 44 skynjara sem mæla flæði á mismunandi stöðum í kerfinu, auk heildarmælingar á flæði. Verkefnið: Með 4 vikna söguleg gögn, spáðu fyrir um næstu 72 klukkustundir fyrir alla 45 skynjara.

Skoða verkefni

Verkefni

  • Þrjú verkefni alls úr máltækni, myndvinnslu og óvæntum flokki.
  • Hönnuð í samstarfi við íslensk fyrirtæki til að endurspegla raunveruleg íslensk vandamál.
  • Allir mælikvarðar eru staðlaðir á bilinu 0–1 til að tryggja sanngjarnan samanburð milli verkefna.
  • Stigatafla sýnir efstu liðin á prófunargagnasettinu þar sem hægt er að skila inn mörgum lausnum.
  • Aðeins er leyfilegt að skila einu sinni inn á lokaprófunargagnasettið. Niðurstöðurnar eru faldar þar til verðlaunaafhendingin fer fram og sigurvegararnir eru tilkynntir.
  • Besta framsetta lausnin með Lovable vefsíðu fær sérstök verðlaun fyrir að deila aðferð sinni með samfélaginu.

Lausnir

  • Við bjóðum upp á byrjunarkóða sem inniheldur einfaldar grunnlausnir til að hjálpa ykkur af stað.
  • Leyfilegt er að nota hvaða tól sem er, jafnvel forþjálfuð líkön.
  • Markmiðið er að ná bestu frammistöðunni samkvæmt fyrirfram skilgreindum mælikvarða.
  • Ekki má breyta sniði inntaks- og úttaksgagna.
  • Lokalíkön þurfa að spá fyrir um úttakið innan 10 sekúndna.
  • Þjálfunargögn eru ekki alltaf veitt.
  • Nauðsynlegt er að hýsa líkanið þitt til að skila því inn. Ef þú lendir í erfiðleikum, vinsamlegast hafðu samband við okkur eða mættu á vinnustofurnar.
  • Eftir keppnina, deildu innsýn þinni með samfélaginu á Discord, í samtölum á verðlaunaafhendingunni eða í Lovable keppninni.

Okkar ráð og brellur

  • 1
    Passið upp á að drekka nóg af vökva, borða og sofa
  • 2
    Passið upp á að vanrækja ekki eina áskorun, þær eru allar verðmætar
  • 3
    Eigið samskipti og kastið fram hugmyndum með liðinu ykkar
  • 4
    Use the ML Crash Course and Deep Learning Tuning Playbook by Google
  • 5
    Leyfið stórum tungumálalíkönum að hjálpa ykkur að læra, kóða og rannsaka
  • 6
    Notið Claude Code eða Cursor
  • 7
    Mikilvægast af öllu, hafið gaman!

Tilbúinn að byrja?

Skoðaðu leiðbeiningarnar til að byrja.