Gervigreindarkeppni Íslands er opin öllum sem hafa áhuga á gervigreind og ekki er krafist sérþekkingar á sviðinu til að taka þátt. Þetta er frábært tækifæri til að læra meira um möguleika tækninnar.
Máltækni
Ríkisstjórnin er að undirbúa stafrænt tímahylki sem verður grafið á Þingvöllum. Ykkur hefur verið falið það hlutverk að reiða fram íslenskt mállíkan sem verður skrifað á gullplötu og geymt í tímahylkinu. Þetta mállíkan á að geyma eins mikla íslenska málþekkingu og hægt er svo hún geti verið endurheimt síðar ef framtíðin fer á versta veg. Hins vegar er sá hængur á að gullplatan rúmar aðeins eitt megabæti. Þið verðið að safna textagögnum og kenna litlu líkani eins mikla almenna málþekkingu og þið getið. Líkanið verður síðan metið á leynigögnum úr Risamálheildinni til að kanna íslenskugetu þess. Framtíð íslenskunnar er í ykkar höndum!
Myndgreining
Ísland býr yfir einstakri náttúru sem hægt er að flokka í margvíslegar vistgerðir eftir gróðri og dýralífi. Þetta verkefni snýst um að nýta gervihnattamyndir og landmælingagögn til þess að bera kennsl á þessi fjölbreyttu svæði sjálfvirkt. Með því að flokka landslagið með þessum hætti getum við betur fylgst með breytingum á náttúrunni og stuðlað að markvissari verndun hennar. Þetta er spennandi áskorun þar sem nýjasta tækni mætir íslenskri náttúrufræði í þeim tilgangi að kortleggja dýrmætar auðlindir landsins.
Tímaraðagreining
Reykjavík hitar byggingar sínar með jarðvarma heitavatni. Dreifikerfið er með 44 skynjara sem mæla flæði á mismunandi stöðum í kerfinu, auk heildarmælingar á flæði. Verkefnið: Með 4 vikna söguleg gögn, spáðu fyrir um næstu 72 klukkustundir fyrir alla 45 skynjara.